Category: Taekwondo

Flutningar

Æfingar hefjast að nýju í taekwondo

Mánudaginn 25. ágúst hefjast æfingar haustannar í öllum hópum í taekwondo. Stundatöfluna má sjá hér á vefnum ásamt upplýsingum um æfingagjöld. Við bjóðum sérstaklega velkomna nýja iðkendur í fullorðinshópi og krakkahópi. Nýir iðkendur eru beðnir um að mæta á tvær æfingar áður en skráning fer fram -komdu og prófaðu! Þið getið smellt á myndina til… Read more »

Heimsmeistari bætist í þjálfarahóp

Taekwondo í KR kynnir nú tvo nýja þjálfara, landsliðsþjálfarinn og fyrrum heimsmeistarinn Meisam Rafei verður með æfingar fyrir framhaldshóp barna og sameiginlega æfingu byrjenda-og framhaldshóp barna. Meisam er fremsti keppandi landsins í ólympískum bardaga auk þess að þjálfa landsliðið og ungir & efnilegur hóp Taekwondosambands Íslands. Við erum gríðarlega ánægð með að fá Meisam í… Read more »

Hæfileikahópur í taekwondo

Í dag, mánudaginn 1. september, fara fimm krakkar úr taekwondo í KR á æfingu með nýjum landsliðsþjálfara Íslands í poomsae. Krakkarnir voru valdir úr afar stórum hóp sem sóttist eftir að komast í hæfileikahóp Taekwondosambands Íslands en þar fá iðkendur að æfa undir stjórn landsliðsþjálfara. Hópurinn er valinn til þess að undirbúa unga og hæfileikaríka… Read more »

Taekwondokrakkar í vesturbænum í hópi þeirra bestu

Nú um helgina fóru fram úrtökur fyrir Unga og efnilega í kyorugi (bardaga) á vegum Taekwondosambands Íslands. U&E hópurinn er valinn til að fóstra vel og dyggilega hæfileikafólk í íþróttinni, þarna stíga framtíðar landsliðsmenn og -konur sínu fyrstu afreksskref. Hópurinn kemur svo saman eina helgi í mánuði og æfir þá undir stjórn landsliðsþjálfara. Nokkrir vaskir… Read more »

Frábær árangur í taekwondo

                Undanfarnar tvær helgar hafa verið haldin bikarmót í taekwondo, fyrst fyrir yngstu iðkendurna og svo þá eldri. KR skráði samtals fimmtán keppendur og tóku flestir þátt í bæði formum og bardaga. Æfingar undanfarinna mánaða hafa skilað sér vel, allir stóðu sig með mikilli prýði og á það… Read more »

Spörkum þessu ári í gang

Nú er taekwondo í KR komið aftur á fullu ferð eftir smá jólafrí. Alltaf er hægt að byrja í taekwondo en best er að byrja í dag! Allir velkomnir á æfingar en æfingatíma má sjá hér: https://kr.is//almenningur/taekwondo/aefingar/. Frítt er að koma að prófa í heila viku og ekki þarf að skrá sig fyrr en eftir… Read more »

Taekwondo-stelpur í fremstu röð

Mars mánuður var góður fyrir KR stelpur í taekwondo. Ein stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmóti í bardaga og önnur var tekin í landslið í formum. Í báðum tilvikum er um að ræða frábæran árangur og viðurkenning á þrotlausri vinnu og dugnaði þeirra. Selma Meddeb kom sá og sigraði í hærri belta flokki stúlkna (12… Read more »