Bryndís tekur við byrjendahóp

Bryndís tekur við byrjendahóp

Sunddeild KR samdi á dögunum við Bryndísi Bolladóttur um að taka að sér þjálfun byrjendahóps (E-hópur) sunddeildarinnar í Vesturbæjarlaug. Byrjendahópur æfir í grunnu lauginni í Vesturbæjarlaug og er tilvalinn fyrir þau börn sem eru að stíga sín fyrstu skref í sundinu eða eru óörugg og þurfa að ná betri tökum á sundfærninni.

Bryndís er alin upp hjá sundfélaginu Óðni og er afrekskona í sundi. Hún hefur meðal annars keppt í tvígang fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum, er handhafi aldursflokkamets telpna í 50m flugsundi og svo mætti lengi telja. Á Akureyri þjálfaði hún yngri flokka meðfram sundiðkun og er nú komin í sjúkraþjálfaranám í Háskóla Íslands eftir að hafa stundað nám í Bandaríkjunum undanfarin misseri.

Sunddeildin býður Bryndísi velkomin og hlakkar til samstarfsins við hana.