Til baka

Æfingagjöld Borðtennis

Æfingagjöld á haustmisseri 2021

Flokkur Haustmisseri 2021
Borðtennisskóli (drengir og stúlkur) 30.000 kr., tvær æfingar á viku
Uppleið (drengir og stúlkur) 30.000 kr., tvær æfingar á viku.
Framfarir 39.000 kr., þrjár æfingar á viku.
Ung og efnileg 39.000 kr., þrjár æfingar á viku.
Úrval 46.000 kr., fjórar æfingar á viku og fókusæfingar
Öðlingar 20.000 kr., ein æfing í viku. Einnig verður hægt að borga stakar æfingar í öðlingaflokki og kostar æfingin 1.800 kr. Hægt er að mæta einu sinni til reynslu áður en æfingagjald verður innheimt.
Stuðningsfélagar Gjald stuðningsfélaga deildarinnar er 10.000 kr.

Innifalið í æfingagjöldum haustsins eru æfingar skv. stundatöflu, hrekkjavökuskemmtun og jólaforgjafarmót fyrir alla fjölskylduna.

Ekki hika við að hafa samband við gjaldkera eða aðra í stjórn ef þörf er á greiðsludreifingu eða ef fjárhagsvandi er fyrir hendi. Við finnum lausn í sameiningu.

Skráning og greiðsla æfingagjalda fer fram rafrænt, sjá síðuna SKRÁNING IÐKENDA.

Fjölskylduafsláttur

Veittur er 12,5% fjölskylduafsláttur af öllum æfingagjöldum ef tveir eða fleiri frá sömu fjölskyldu eru skráðir í borðtennis (gildir líka fyrir öðlingahópinn).
Iðkendur 18 ára og eldri í úrvalshópi geta fengið afslátt af æfingagjöldum gegn vinnuframlagi á mótum, við þjálfun o.fl. Vinsamlegast snúið ykkur til stjórnar til að semja um afslátt. Athugið að ekki er hægt að nota fjölskylduafslátt samhliða.

Keppnisbúningur

Nýr keppnisbúningur var tekinn upp haustið 2020. Um er að ræða treyju og stuttbuxur frá Butterfly sem er íþróttamerki sérstaklega fyrir borðtennis. Gert er ráð fyrir að allir sem keppa fyrir hönd Borðtennisdeildar KR þurfi að vera í búningnum, a.m.k. treyjunni. Deildin mun eiga nokkrar treyjur til að lána þeim sem ekki eiga búning. Eldri bolurinn er tilvalinn á æfingar.