Til baka

Badminton Saga deildar

Í máli og myndum

1963

Stofnun deildar

Badmintondeild KR var stofnuð árið 1963. Óskar Guðmundsson var formaður deildarinnar frá stofnun til ársins 2002. Óskar varð fimmtán sinnum Íslandsmeistari í badminton og þar af átta sinnum í einliðaleik. Þá lék hann fyrsta landsleik Íslendinga í badminton þegar leikið var við Norðmenn í Laugardalshöll árið 1973.

Óskarsmótið er haldið til minningar um Óskar Guðmundsson.