Ársól, Guðbjörg Vala og Norbert sigruðu á Adidas móti Víkings

Ársól, Guðbjörg Vala og Norbert sigruðu á Adidas móti Víkings

KR átti sigurvegara í þremur flokkum á Adidas móti Víkings, sem fram fór í TBR-húsinu laugardaginn 20. nóvember. Norbert Bedö sigraði í meistaraflokki karla, Ársól Clara Arnardóttir í 1. flokki kvenna og Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir í 2. flokki kvenna.

Norbert sigraði Pétur Martein Urbancic Tómasson, BH, í úrslitaleiknum í meistaraflokki karla.

KR átti að auki marga verðlaunahafa í kvennaflokkum á mótinu. Auk þess að sigra í 1. flokki varð Ársól í 2. sæti í meistaraflokki kvenna, þar sem hún tapaði fyrir Íslandsmeistaranum Nevenu Tasic í úrslitum.

Í 1. flokki kvenna átti KR þrjá verðlaunahafa því Guðrún Gestsdóttir varð í 2. sæti og Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir í 3. sæti.

Í 2. flokki kvenna varð Kristjana Áslaug Káradóttir í 2. sæti og Helena Árnadóttir í 3.-4. sæti.

Forsíðumynd af Ársól úr myndasafni.