Árskort KR körfu eru komin í sölu!

Árskort KR körfu eru komin í sölu!

Það er okkur mikið gleðiefni að á körfuboltinn sé aftur farinn af stað. Stelpurnar hófu leik í síðustu viku og hefja strákarnir leik á morgun gegn Breiðablik klukkan 19:15 á Meistaravöllum. Árskort KR körfu eru nú komin í sölu í appinu Stubbur en einnig fer sala, sem og afhending korta, fram á heimaleikjum í vetur og verða því árskort til sölu á leiknum á morgun.

Með því að ýta á þennan hlekk, Árskort 2020-2021, er hægt að sjá upplýsingar um mismunandi útgáfur árskorta sem og verð.

Um leið og Körfuknattleiksdeild KR þakkar ykkur fyrir stuðninginn síðustu ár, hlökkum til þess að sjá ykkur á vellinum í vetur! Ykkar stuðningur skiptir öllu máli!