Andlát: Kristinn Jónsson fyrrum formaður KR

Andlát: Kristinn Jónsson fyrrum formaður KR

Kristinn Ingvar Jónsson, fyrrum formaður KR er látinn. Hann lést á Landsspítalanum síðastliðinn mánudag, 19. september, 81 árs að aldri. Eig­in­kona Krist­ins er Björk Aðal­steins­dótt­ir. Börn þeirra eru Jón Aðal­steinn, Guðný Hild­ur, Hilm­ar Þór og Arna Björk. Barna­börn þeirra eru átta tals­ins og barna­barna­börn fimm.

Kristinn fæddist 22. nóvember 1940 í Reykjavík. Hann var KR-ingur í húð og hár. Lék knatt­spyrnu með meist­ara­flokki KR frá sumrinu 1959, á gull­ald­arár­um fé­lags­ins og lék alls 81 leik fyrir KR. Árið 1965 varð hann Íslandsmeistari með meistaraflokki KR og bikarmeistari árin 1962, 1964, 1966 og 1967. Hann var þjálfari yngri flokka fótbolta í mörg ár, var formaður knattspyrnudeildar frá árunum 1976 – 1980 og formaður KR í 12 ár, frá 1991-2003. Kristinn var ætíð hress og gefandi, gaf sig á tal við alla innan félagsins, bæði sem formaður KR og eftir hans formannatíð. Hann sinnti KR af alúð og var sæmdur gullstjörnu KR árið 1999.

Kristinn vann ómetanlegt starf fyrir íslenska knattspyrnuhreyfingu.  Hann hlaut silfurmerki KSÍ árið 1987 og gullmerki KSÍ árið 1992. Það verður mikill missir af Kristni, einkum á laugardögum í getraunakaffi í félagsheimili KR, þar sem vinahópur hans hittist reglulega.

Blessuð sé minning góðs manns