
Aldís Rún leikur með kvennalandsliðinu í Noregi
Aldís Rún Lárusdóttir leikur með kvennalandsliðinu í Noregi um helgina en liðið leikur sem gestalið í norsku kvennadeildinni. Þetta er þriðja helgin sem er leikið og að þessu sinni er spilað í Þrándheimi.
Auk Aldísar eru Nevena Tasic, Víkingi, og Sól Kristínardóttir Mixa, BH í liðinu að þessu sinni.
Forsíðumynd af Aldísi frá Borðtennissambandi Íslands.