Ágústæfingar í körfu

Mæting á sumaræfingarnar hefur verið mjög góð þannig að ákveðið hefur verið að bjóða einnig upp á æfingar frá 8.-26. ágúst fyrir 12-17 ára stráka og stelpur í tveimur aldursflokkum 12-14 ára annars vegar og 15-17 ára hins vegar.  Æfingarnar eru sem hér segir:

Yngri hópur: mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16:15-17:30
Eldri hópur: mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16:45-18:00 og fimmtudaga kl. 16:15-17:30

Verð fyrir ágústæfingarnar er 6.000 krónur og hægt er að skrá og greiða hér á Nóra síðu KR

Áfram KR!