Æfingatafla í körfubolta komin

Nú er æfingatafla vetrarins komin inn. Ákveðið var að lengja æfingatímabilið um tvær vikur og verða því æfingar til og með 14. maí 2017 í öllum flokkum. Þetta er gert til að bæta þjónustu við iðkendur auk þess sem nokkrir flokkar eru að keppa á Íslandsmóti fram í miðjan maí. Æfingagjöldin hækka á milli ára sem nemur þessum hálfa mánuði. Æfingar hefjast samkvæmt nýju æfingatöflunni mánudaginn 29. ágúst. Sjáumst hress!

Skráningar eru í gegnum félagakerfi KR, smellið hér.

Hér er nýja æfingataflan