Æfingar hafnar

Skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný um allt land (miðvikudaginn 18. nóvember), samkvæmt tilslökun mennta- og menningarmálaráðherra á samkomutakmörkunum.

Slakað verður sömuleiðis á grímuskyldu yngri barna og kennara þeirra.
Í nýrri reglugerð ráðherra um íþróttastarf barna segir:

 • Æfingar, íþróttastarf, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt jafnt inni og úti.
 • Nemendur leik- og grunnskóla er leyft að blandast á útisvæðum skóla og eru því engar takmarkanir á hópamyndun og áður.
 • Samt sem áður eru fjöldamörk í hverju rými þar sem farið er eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi.
 •  Hvert rými eða hólf skal vera skýrt afmarkað.
  o 1.-4. bekkur: Ekki skulu vera fleiri en 50 nemendur í hverju rými.
  o 5.-10. bekkur: Ekki skulu vera fleiri en 25 nemendur í hverju rými.
  o Leikskólabörn: Ekki skulu fleiri en 50 leikskólabörn vera í hverju rými.
  o Búningsklefar verða lokaðir
  o Þegar æfingu líkur þá er mjög mikilvægt að allir iðkenndur fari eins fljótt úr íþróttahúsinu og hægt er
 • Auk þess er ekki skylda á að börn á leik- og grunnskólaaldri beri grímur í íþróttastarfi. Þjálfari skal gera það geti hann ekki tryggt tveggja metra fjarlægðarmörk