Aðalfundur Knattspyrnufélags Reykjavíkur

Aðalfundur Knattspyrnufélags Reykjavíkur var haldinn sl. fimmtudag, 4. maí.

Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf. Rósa Hrönn Árnadóttir, stjórnarmaður félagsins fór yfir skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár og þá voru ársreikningar félagsins samþykktir. Fundinum var stjórnað af Kristrúnu Heimisdóttur.

Þórhildur Garðarsdóttir var kjörin formaður KR, fyrst kvenna. Og því ber að fagna!

Veittar voru tvær Stjörnur KR, Gylfi Dalmann og Ásta Jónsdóttir hlutu Stjörnu KR fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.
Íþróttafólk KR fyrir árið 2023 fengu einnig viðurkenningu fyrir frábæran árangur í sinni íþrótt, íþróttakona KR er körfuboltakonan Perla Jóhannsdóttir og er skíðamaðurinn Gauti Guðmundsson íþróttamaður KR.

KR Konur sem sáu um frábært veisluborð að vanda, alltaf hægt að treysta á okkar konur.

Á fundinum var skipuð ný aðalstjórn félagsins, hana skipa:

Þórhildur Garðarsdóttir, formaður
Guðrún Kristmundsdóttir
Hörður Felix Harðarson
Jón Bjarni Kristjánsson
Magnús Ingimundarson
Rósa Hrönn Árnadóttir

Varastjórn:
Erling Freyr Guðmundsson
Guðmundur Óskar Pálsson
Helga María Garðarsdóttir

Við þökkum Erlingi fyrir meðfylgjandi myndir.