A-lið KR í efsta sæti í Keldudeild kvenna eftir fyrsta leikdag

A-lið KR í efsta sæti í Keldudeild kvenna eftir fyrsta leikdag

A-lið KR er í efsta sæti í 1. deild kvenna, Keldudeildinni, eftir fyrsta leikdag í deildakeppninni keppnistímabilið 2020-2021. Leikið var í Íþróttahúsi Snælandsskóla 3. október. KR-A sigraði KR-B 3-0 og BH 3-2 og er með 4 stig og er eina ósigraða liðið í deildinni. B-lið KR tapaði 1-3 fyrir Víkingi og er án stiga eftir tvo leiki.

A-lið KR í 1. deild karla er í 3. sæti með 2 stig eftir tvo leiki. Liðið sigraði B-lið Víkings 3-0 en tapaði 1-3 fyrir A-liði BH.

Skv. leikjaáætlun verður næst leikið í Keldudeildinni 31. október.

Á forsíðunni má sjá þá leikmenn KR-A sem léku 3. október: Ársól Clara Arnardóttir, Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir og Þóra Þórisdóttir.

image description
image description
image description
image description
image description
image description