9.desember 2016
[countdown title=“Hrikalega stóra Vallamótið“ date=“12/09/2016, 19:30:00″]
Nú er Hrikalega stóra Thorshipmótið að baki og höfðu allir sem á mótið mættu af því hina bestu skemmtun. Mótið var með alþjóðlegum blæ að þessu sinni. Stóra Bretland sendi fimm fulltrúa. Fulltrúar Skotlands, Ástralíu og Nýja Sjálands mættu ekki að þessu sinni en eru velkomnir næst. Í 301 bar Colin (England) sigur úr býtum. Í öðru sæti lenti Vitor, (Evrópusambandið og Ísland) og í þriðja sæti varð Big John Irish, fulltrúi Íra. Ánægjulegt var að sjá gullaldarmenn píluvina, eins og Sigurð Sævar, og Guðmund Pétursson á mótinu. Sigurður Sævar tók þátt í 301 en leið fyrir dagsformið. Það er mikilvægt að fá sem flesta á mótin, þó að menn ætli ekki að keppa. Þórólfsstofa er vinalegt athvarf fyrir þá sem vilja góðan selskap og spjall, og það er alltaf hægt að nota góða skrifara. En að 301.. í 1.sæti (verðskuldað) voru Reynir Valgarðsson og Barry breski. Í öðru sæti, Árni Halldórsson og Þorgeir Guðmundsson. Í 3. sæti Big John Irish og Ásgrímur Guðmundsson. Aðrir voru neðar og áttu aldrei séns. Kynnir, túlkur og mótsstjóri var Páll Sævar Guðjónsson, og var þetta frumraun hans á stóru svið. Næsta verkefni félagsins er Hriklega stóra Vallamótið sem haldið verður 9. desember kl 19:30 . Allir velkomnir.










































