Month: apríl 2018

Súpufundur: Frammarinn í Frostaskjólinu

Þá er komið að næsta súpufundi, sá fyrsti heppnaðist betur en menn þorðu að vona. Súpufundurinn verður þann 13. apríl og kostar aðeins 1000 fyrir óborganleg skemmtiatriði. Stefán Pálsson er þekktur fyrir fyndnar og áhugaverðar framsögur og verður engin breyting á því á súpufundinum. Þá mun Bojana Besic, þjálfari kvennaliðs KR, ræða um sumarið sem… Read more »

Fjölmenni á öðrum súpufundi KR

75 manns mættu á súpufund í hádeginu í dag, þótti fundurinn virkilega vel heppnaður. Stefán Pálsson brilleraði með skemmtisögu og Bojana fór vel yfir sumarið hjá KR stelpunum⚽ Næsti súpufundur verður í maí og nánar auglýst síðar. Viljir þú taka þátt í undirbúningi fyrir súpufundi sendu endilega email á sveinbjorn@kr.is

KR leikur til úrslita eftir magnaðan sigur á Haukum – Leikdagar úrslita

KR leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn eftir magnaðan 85-79 sigur á Haukum í fjórða leik liðanna í undanúrslitum. KR sýndi það frá fyrstu mínútu að það var lítill áhugi á að fara aftur í Hafnarfjörð og leika oddaleik og með góðum sóknarleik landaði liðið góðum sigri. Marcus Walker snéri aftur til leiks með KR í… Read more »

Gummi Ben og Kristófer Acox í KR-Podcasti dagsins

Við mælum eindregið með KR-Podcasti dagsins þar sem Gummi Ben ræðir um Pepsi-deildina, HM og stórleikinn gegn Val í fyrstu umferð. Í seinni hlutanum kemur Kristófer Acox í stólinn og ræðir úrlitarimmuna gegn Tindastól en einnig segir hann stórkostlegar sögur frá atvinnumennskunni í Filippseyjum. Epískt efni! Þessi mynd er m.a. rædd í viðtalinu við Kristófer…. Read more »

Stólarnir jöfnuðu metin í Vesturbænum

Tindastóll jafnaði metin í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í DHL-höllinni í kvöld en leikurinn endaði með 98-70 sigri Tindastóls. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en Tindastóll leiddi 50-44 þegar blásið var til hálfsleiks. Tindastóll náði skoraði svo 31 stig gegn 16 stigum KR í þriðja leikhluta og ljóst að brekkan var ansi brött fyrir… Read more »

Fríar rútuferðir á leik 3 á Sauðárkrók

Alvogen, aðalstyrktaraðili KR, býður stuðningsmönnum KR uppá fríar rútuferðir á leik 3 í rimmu Tindastóls og KR á Sauðárkróki á miðvikudaginn. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér ferðina þurfa að senda tölvupóst á krkarfa@kr.is og taka frá sæti. Takmarkaður sætafjöldi er í rúturnar og hvetjum við alla KR-inga að óska eftir sæti sem… Read more »

Knattspyrnuskóli KR 2019 – Skráning er hafin

Knattspyrnuskóli KR, er starfræktur á íþróttasvæði félagsins, í Frostaskjóli 2. Þar er boðið upp á öruggt umhverfi og góða aðstöðu í hjarta Vesturbæjar. Æfingar fara fram á nýju gervigrasi hjá KR. Ef illa viðrar þá verða æfingar færðar inn í íþróttahús félagsins. Knattspyrnuskólinn, er fyrir stráka og stelpur á aldrinum 6 ára (fædd 2013) til 12… Read more »

Aðalfundur KR 2. maí 2018

Aðalfundur KR verður haldinn miðvikudaginn 2. maí nk. í KR-heimilinu við Frostaskjól. Fundurinn hefst kl. 17.30.  Lagabreytingar og önnur hefðbundin aðalfundarstörf. Smellið hér til að sækja lagabreytingatillögur sem lagðar verða fram á fundinum. Stjórn KR

KR sigur og bikarinn gæti farið á loft á laugardaginn

Það er ljóst að KR-ingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn en KR vann góðan 77-75 sigur á Sauðárkróki í kvöld og eru í bílstjórasætinu í einvíginu. Við höfðum undirtökin lengst af en Tindastóll náði að jafna metin undir lok leiksins með þriggja stiga körfu. KR fékk boltann þegar um 2,5 sekúndur voru eftir og… Read more »

KR Podcast I Brynjar Þór um leik 4 gegn Stólunum og Valur-KR í eldlínunni

KR-Podcastið eða Hlaðvarpið er komið út en í þættinum er rætt við Brynjar Þór Björnsson um undrakörfuna gegn Stólunum en KR leiðir seríuna 2-1 og getur lyft bikarnum í DHL-höllinni á laugardagskvöldið. Þetta er þáttur 6 af hlaðvarpi KR. Þá ræða Hilmar Þór og Ingvar Örn um leik Vals og KR en Pepsi-deildin hefst formlega… Read more »