Month: mars 2018

Hádegisfundur á föstudag

KR stendur fyrir súpufundi á föstudaginn í hádeginu. Skráning á sveinbjorn@kr.is

Vel heppnaður súpufundur

Vel heppnaður súpufundur fór fram í hádeginu (föstudag). Rúmlega 80manns mættu og komu upp skemmtilegar umræður. Rúnar Kristins ræddi undirbúningstímabilið og framhaldið ásamt því að Finnur Freyr ræddi hugmyndafræðina á bakvið súpufundinn og það sem koma skal, sem og framhaldið hjá liði hans.   Næsti súpufundur er áætlaður 13 apríl

Veftímarit frá körfuknattleiksdeildinni

Veglegt veftímarit er komið frá körfuknattleiksdeildinni. Hægt er að nálgast tímaritið með því að smella hér eða á KR merkið:

Fyrsti KR-Podcast þátturinn kominn í loftið

Fyrsti KR-Podcast þátturinn er kominn í loftið og seinna í dag verður KR-Podcast aðgengilegt á efnisveitum eins og Apple Podcast þar sem hægt verður að fá skilaboð þegar nýr þáttur fer í loftið. Í fyrsta þættinum er rætt við Brynjar Þór Björnsson, fyrirliða KR í körfunni, um sigurleikinn gegn Njarðvík, meiðslin sem hann varð fyrir… Read more »

Brakandi ferskur KR-Podcast þáttur er kominn út

Glænýr KR-Podcast þáttur er kominn úr ofninum og er aðgengilegur þeim sem vilja fá eitthvað skemmtilegt til að hlusta á. Í þættinum ræða þeir Hilmar Þór Norðfjörð og Hjörvar Ólafsson við Rúnar Kristinsson um sumarið, leikmannamál og ferilinn. Þá fer Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari í körfunni, yfir seríuna gegn Njarðvík en KR getur með sigri… Read more »

Páskalokun

Lokað er í KR heimilinu yfir páskahátíðina og opnum við aftur á þriðjudaginn n.k. kl.08:00.