Month: apríl 2017

Fjör á páskanámskeiðum

Mikið fjör er búið að vera undanfarna daga í KR heimilinu, úti á gervigrasi og í Hagaskóla en nokkur námskeið hafa verið síðastliðna daga sem lauk í dag. Myndir frá þessu má sjá hér að neðan: Yfir 60 krakkar sóttu körfuboltanámskeið í A-sal Handboltanámskeið var haldið í Hagaskóla og mættu 14 krakkar á það námskeið… Read more »

Aðalfundur KR 2017, 3. maí – Breyting á fyrra fundarboði

Ákveðið hefur verið að breyta dagsetningu aðalfundar KR.  Aðalfundur KR verður haldinn miðvikudaginn 3. maí nk. í KR-heimilinu við Frostaskjól.  Fundurinn hefst kl. 18.  Venjulega aðalfundarstörf. Fyrra fundarboð fellur úr gildi. Stjórn KR

Afhending og sala ársmiða

Afhending og sala ársmiða Meistaraflokkur karla hjá KR hefur leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu á mánudagskvöld kl. 19:15 þegar Víkingar koma í heimsókn í Frostaskjólið. Ársmiðar vegna komandi tímabils verða afhendir KR-klúbbsmeðlimum í KR-heimilinu á næstu dögum. Þá geta áhugasamir keypt ársmiða á staðnum. Ársmiðana má nálgast á eftirfarandi tímum: Laugardaginn 29. apríl: Frá 11-14… Read more »