Month: ágúst 2016

Körfuboltaskóli KR

Sumarskóli körfuknattleiksdeildar KR hófst á þriðjudaginn og þessa vikuna sækja hann hátt í 40 hressir krakkar á aldrinum 5-11 ára. Næsta námskeið hefst á mánudaginn kemur og fer skráning fram í gegnum félagakerfi KR https://kr.felog.is/  

Ágústæfingar í körfu

Mæting á sumaræfingarnar hefur verið mjög góð þannig að ákveðið hefur verið að bjóða einnig upp á æfingar frá 8.-26. ágúst fyrir 12-17 ára stráka og stelpur í tveimur aldursflokkum 12-14 ára annars vegar og 15-17 ára hins vegar.  Æfingarnar eru sem hér segir: Yngri hópur: mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16:15-17:30 Eldri hópur: mánudaga,… Read more »

Brynjar Þór í síðustu viku Körfuboltaskóla KR

Fyrirliði Íslands- og bikarmeistara KR Brynjar Þór Björnsson bætist í hóp frábærra þjálfara í síðustu viku Körfuboltaskóla KR. Fyrstu tvær vikurnar hafa tekist mjög vel, hafa verið vel sóttar og krakkarnir hafa verið mjög dulegir. Körfuboltaskóli KR er fyrir stelpur og stráka 5-11 ára og fer skráning fram í gegnum félagakerfi KR.  https://kr.felog.is/

KR Open – golfmót KR

Haldið á Hlíðavelli í Mosfellsbæ föstudaginn 9. september 2016. Ræst verður af öllum teigum kl 14. Góðir vinningar, sérstaklega þeir sem verða dregnir úr skorkortum. Mótið er fjáröflunarmót fyrir Framtíðarsjóð KR. Skráning á www.golf.is.

Taekwondo-tímabilið að hefjast!

Nú er kjörið tækifæri til að byrja á einhverju nýju og spennandi! Taekwondo er íþrótt fyrir alla og auðvelt að koma og prófa. Komdu á æfingu í viku og sjáðu hvernig taekwondo hentar þér áður en þú skuldbindur þig með skráningu. Þú þarft bara að mæta, fara úr sokkunum og vera tilbúin/n að svitna! Taekwondo… Read more »

Æfingatafla í körfubolta komin

Nú er æfingatafla vetrarins komin inn. Ákveðið var að lengja æfingatímabilið um tvær vikur og verða því æfingar til og með 14. maí 2017 í öllum flokkum. Þetta er gert til að bæta þjónustu við iðkendur auk þess sem nokkrir flokkar eru að keppa á Íslandsmóti fram í miðjan maí. Æfingagjöldin hækka á milli ára… Read more »

KR open 9 september

Haldið á Hlíðavelli í Mosfellsbæ föstudaginn 9. september 2016. Ræst verður af öllum teigum kl 14. Góðir vinningar, sérstaklega þeir sem verða dregnir úr skorkortum. Mótið er fjáröflunarmót fyrir Framtíðarsjóð KR. Skráning á www.golf.is.