Month: maí 2015

Golfmót KR Hlíðavelli í Mosfellsbæ föstudaginn 19. júní kl 14

Golfmót KR verður haldið á Hlíðavelli í Mosfellsbæ föstudaginn 19. júní og hefst á öllum teigum kl 14:00. Leiknar verða 18 holur – punktakeppni með forgjöf. Góð verðlaun.   Golfmót KR verður nú og í framtíðinni í umsjón Framtíðarsjóðs KR.  

KR stofnar Framtíðarsjóð

  KR, Knattspyrnufélag Reykjavíkur, hefur stofnað Framtíðarsjóð KR, sem ætlað er að styðja við framgang félagsins til lengri tíma litið. KR var stofnað 1899 og 116 ára saga félagsins geymir marga glæsta sigra. Svarthvíti þráðurinn í sögu félagsins er þó hið mikilvæga barna- og unglingastarf og það samfélagslega hlutverk sem KR hefur gegnt í nærsamfélagi… Read more »