Month: apríl 2015

Happdrætti, úrdráttur í vanda vegna verkfalls

Því miður er verkfall starfsmanna sýslumannsins í Reykjavík að tefja fyrir okkur úrdrátt í happdrættinu okkar þetta árið. Sýslumaður sá sér því miður ekki fært að draga fyrir okkur fyrir páska, og nú hefst verkfall að öllu óbreyttu, þriðjudaginn 7. apríl. Um leið og verkfalli lýkur, munum við draga og birta vinningsnúmerin hér.

Aðalfundur KR 2015

Aðalfundur KR verður haldinn þriðjudaginn 28. apríl nk. í KR-heimilinu við Frostaskjól.  Fundurinn hefst kl. 18. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar (Sjá tillögu hér að neðan). Önnur mál. Stjórn KR   Lagabreyting_adalfundur KR_2015   Breyting á 10. grein sem segir: Framkvæmdastjórn Undir aðalstjórn starfar framkvæmdastjórn, sem hefur umsjón með sameiginlegum rekstri félagsins, svo sem mannvirkjum, skrifstofu félagsins… Read more »

Gunnar og Torfi útnefndir í Heiðurshöllina

Þann 18. apríl, á 72. Íþróttaþingi ÍSÍ, var útnefnt í Heiðurshöll ÍSÍ í tíunda og ellefta sinn. Gunnar A. Huseby frjálsíþróttamaður og Torfi Bryngeirsson frjálsíþróttamaður voru útnefndir í Heiðurshöllina. Gunnar og Torfi voru báðir framúrskarandi íþróttamenn. Gunnar Alexander Huseby fæddist 4. nóvember 1923 og lést 28. maí 1995. Hann hóf ungur að æfa bæði knattspyrnu… Read more »