Month: mars 2015

Útdrætti frestað um mánuð

Útdrætti happdrættis KR sem átti að fara fram þann 1. mars, hefur verið frestað til 1. apríl.  Vinningsnúmer verða birt hér á heimasíðunni. Enn er hægt að kaupa miða á netinu á slóðinni https://www.tix.is/is/Event/154

Nýir litir í taekwondo

Í gær var haldið beltapróf í taekwondo og mættu 10 krakkar sem höfðu undirbúið sig vel og lengi fyrir viðburðinn. Í prófinu var athugað hversu mikið hver og einn hafði bætt sig frá síðasta beltapróf í nóvember, lagt mat á tækni, styrk, úthald, liðleika og viðhorf auk þess sem allir þurfa að kunna skil á… Read more »

Pavel frá fram að úrslitakeppni

Eftir læknisskoðun í dag er loks komið í ljós hvers eðlis meiðslin eru sem Pavel Ermolinskij varð fyrir í bikarúrslitunum gegn Stjörnunni. Það hefur greinst smá rifa í vöðva aftan á lærinu. Hún er á “góðum stað” og á að gróa á 4. vikum samkvæmt læknisráði. Hann verður því að öllum líkindum orðinn leikfær þegar… Read more »

Taekwondo-stelpur í fremstu röð

Mars mánuður var góður fyrir KR stelpur í taekwondo. Ein stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmóti í bardaga og önnur var tekin í landslið í formum. Í báðum tilvikum er um að ræða frábæran árangur og viðurkenning á þrotlausri vinnu og dugnaði þeirra. Selma Meddeb kom sá og sigraði í hærri belta flokki stúlkna (12… Read more »