Month: september 2014

Hæfileikahópur í taekwondo

Í dag, mánudaginn 1. september, fara fimm krakkar úr taekwondo í KR á æfingu með nýjum landsliðsþjálfara Íslands í poomsae. Krakkarnir voru valdir úr afar stórum hóp sem sóttist eftir að komast í hæfileikahóp Taekwondosambands Íslands en þar fá iðkendur að æfa undir stjórn landsliðsþjálfara. Hópurinn er valinn til þess að undirbúa unga og hæfileikaríka… Read more »

Taekwondokrakkar í vesturbænum í hópi þeirra bestu

Nú um helgina fóru fram úrtökur fyrir Unga og efnilega í kyorugi (bardaga) á vegum Taekwondosambands Íslands. U&E hópurinn er valinn til að fóstra vel og dyggilega hæfileikafólk í íþróttinni, þarna stíga framtíðar landsliðsmenn og -konur sínu fyrstu afreksskref. Hópurinn kemur svo saman eina helgi í mánuði og æfir þá undir stjórn landsliðsþjálfara. Nokkrir vaskir… Read more »

Íþróttaskóli KR hefst laugardag 20.september

KR starfrækir íþróttaskóla fyrir 3 til 6 ára börn. Hjá íþróttaskóla KR fer fram áhugaverð dagskrá þar sem haft er að leiðarljósi að efla skyn og hreyfiþroska barnanna ásamt því að kenna þeim að vinna með öðrum, umgangast aðra og taka tillit hvert til annars. Kennt er í íþróttahúsi KR á hverjum laugardagsmorgni. Íþróttaskólinn hefst aftur… Read more »

KR mætir Haukum í undanúrslitum Lengjubikarsins kl 20:30 í kvöld

KR mætir Haukum í undanúrslitum Lengjubikarsins kl 20:30 í kvöld. Leikurinn fer fram í Ásgarði í Garðabæ, en þar mun úrslitaleikurinn einnig fara fram á morgun kl. 16:30. KR hefur aðeins einu sinni hampað Lengjubikarnum, en það var árið 2008 þegar strákarnir lögðu lið Grindavíkur í hörkuleik í Laugardalshöllinni, þar sem Jón Arnór Stefánsson átti… Read more »