Month: febrúar 2014

Opnun nýrrar heimasíðu

Í dag föstudaginn 28.febrúar erum við KR ingar að opna nýja heimasíðu. Þetta er mjög skemmtilegt að því leitinu til að KR var fyrr í þessum mánuði 115 ára. Með nýrri síðu er fréttaflutningur og upplýsingaflæði mun auðveldari en á fyrri síðu. Við óskum KR ingum til hamingju með nýja vefinn.  

Getraunir: Bikar- og deildarleikir á enska seðlinum

Á laugardag verða þrír bikarleikir á enska seðlinum, sex leikir úr Championship-deildinni og fjórir úr 1. deild. Áætluð vinningsupphæð fyrir 13 rétta er 110 milljóna og gert er ráð fyrir að rúm 41 milljón verði til skiptanna fyrir 12 leiki rétta, 33 milljónir fyrir 11 leiki rétta og tæpar 69 milljónir fyrir 10 leiki rétta…. Read more »

115 ára afmæli KR

115 ára afmæli KR KR á 115 ára afmæli þann 16.febrúar. Boðið verður uppá afmæliskaffi milli kl.14-16 í félagsheimili KR

Mfl. kvenna: KR – Fylkir á föstudag

Mfl. kvenna: KR – Fylkir á föstudag KR leikur við Fylki á föstudag, 14. febrúar, í Reykjavíkurmóti mfl. kvenna. Leikurinn verður í Egilshöll og hefst kl. 19.Bæði lið hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum mótsins og snýst leikurinn fyrst og fremst um sigur í riðlinum. KR hefur leikið 12 leiki við Fylki á Reykjavíkurmóti, sigrað… Read more »

Mfl karla: Mikilvægur sigur í Ljónagryfjunni

Meistaraflokkur karla gerði góða ferð suður með sjó í gærkvöld og vann mikilvægan sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni 74-83. Eftir hæga byrjun náðu strákarnir frumkvæðinu í leiknum og leiddu 39-36 í hálfleik. Stigahæstur í liði KR var Martin Hermannsson með 20 stig, Brynjar 16 stig,  Helgi Magnússon var með 14 stig, 11 fráköst og 8… Read more »

Stig tapaðist í Grafarvoginum í kvöld

Eftir vægast sagt slaka byrjun, þar sem heimamenn komust í 11-3, vöknuðu okkar menn. Með mikilli baráttu snéru þeir leiknum við og náðu forystunni 12-13 snemma í seinni hálfleik. En það var við ramman reip að draga í þetta sinn. Aldrei náðist þetta 2ja marka forskot sem hefði dugað til sigurs í kvöld. Markvörður Fjölnismanna… Read more »