Sjáumst á vellinum

Mætum á völlinn, hvetjum okkar lið
og hittum vini og kunningja.

Við erum KR!

KAUPA ÁRSKORT

Næstu leikir

"ÖFLUG LIÐSHEILD
SEM FÓRNAR SÉR"

Nýr völlur
bætt aðstaða


Endurbætur á æfingasvæði KR

Loksins er komið að því að við fáum nýtt fjölnota íþróttahús. Nýja húsið mun bæta aðstöðuna hjá KR til muna og getum við ekki beðið eftir að taka það í notkun.


Fyrsta skóflustunga verður á þessu ári, 2024.


Nánari upplýsingar

Öllum opið

Kraftur í KR

Kraftur í KR er samstarfsverkefni Samfélagshússins á Aflagranda 40
og KR sem snýr að hreyfingu fyrir fólk óháð aldri og búsetu. Æfingarnar eru í KR alla
þriðjudaga og föstudaga kl. 10:30.


Þjálfari er Linda Björk Ólafsdóttir


Æfingarnar eru án endurgjalds.


Styrkja KR


Einstaklingar geta styrkt KR um allt að 350.000 kr en að lágmarki 10.000 kr á ári sem er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum.


Fyrirtæki geta einnig fengið skattaafslátt vegna styrkja til félagsins. Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skatti allt að 1,5% af rekstartekjum.


Almennir styrkir sem koma til KR fara í endurbætur og yngri flokka félagsins.

Nánari upplýsingar

"VIÐ ERUM KR"

Fréttir

Eftir Gunnar Egill Benonýsson 22 Apr, 2024
Nýtt skriðsundnámskeið í vesturbæjarlaug hefst 6 maí. Við erum alveg gífurlega ánægð með að tilkynna að hún Elín Melgar Aðalheiðardóttir hefur gengið til liðs við þjálfarateymi Sunddeildar KR og mun sjá um skriðsundnámskeiðin fyrir okkur Námskeið hefst 6 maí Mánudaga 20:00 – 20:40 Miðvikudaga 20:00 – 20:40 Skráning á: https://www.abler.io/.../product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjM5MjQ= ? Námskeið sem henta bæði þeim sem þurfa kennslu frá grunni og fyrir þá sem vilja bara fá betri leiðbeiningar til að ná betri tökum á skriðsundinu Námskeiðið er 8 skipti og er kennt tvisvar í viku. Kennari er Elín Melgar Aðalheiðardóttir Elín er með B.Ed í Heilsueflingu og heimilisfræði MT í Menntunarfræði leikskóla Þjálfaramenntun ÍSÍ 1. stig 5 ára reynsla af sundþjálfun- og kennslu Landsliðskona í kraftlyftingum Ásamt því að vera fyrrum sundkona úr röðum KR Ath aðgangur að lauginni er ekki innifalinn í verðinu og við mælum með að iðkenndur komi með sínar eigin froskalappir Núna er tíminn til að læra skriðsund til að geta synt í sólinni í sumar
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 22 Apr, 2024
Aðalfundur körfuknattleiksdeildar KR var haldinn í félagsheimili KR þann 11. apríl sl. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og stjórnarkjör. Fundarstjóri var Þórhildur Garðarsdóttir og fundarritari var Sigríður Ólafsdóttir. Á fundinum var ljóst að formaður deildarinnar Ellert Arnarsson og Aron Ívarsson varamaður í stjórn hyggðust ekki gefa kost á sér til formlegra stjórnarstarfa í bili og hlutu þeir einlægar þakkir frá deildinni fyrir störf sín í þágu félagsins auk hvatningar til áframhaldandi góðra verka en báðir starfa þeir í ráðum og nefndum á vegum körfunnar. Ný stjórn körfuknattleiksdeildar tók til starfa á fundinum og hlutu eftirtaldir kosningu í hana: Egill Ástráðsson formaður Björn Þorláksson Gunnhildur Bára Atladóttir Hjalti Már Einarsson Matthías Orri Sigurðarson Sigríður Ólafsdóttir Sæunn Stefánsdóttir Einnig voru eftirtaldir kosnir varamenn: Guðjón Böðvarsson Ingimar Guðmundsson Soffía Hjördís Ólafsdóttir Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir Illugi Steingrímsson tók sæti í afreksráði deildarinnar. Næsti leikur hjá meistaraflokki kvenna er í kvöld en stelpurnar leika oddaleik gegn Aþenu í Austurbergi. Ný stjórn hvetur KR-inga til þess að fjölmenna á þann leik. Áfram KR. 
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 21 Apr, 2024
Fyrir leik KR og Fram heiðraði knattspyrnudeild KR Kennie Chopart fyrir framlag hans til KR á árunum 2016-2023. Kennie varð íslandsmeistari með KR árið 2019. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, afhenti Kennie skjöld fyrir leikinn.
Fleiri fréttir
Share by: